Hægir á kínverska hagkerfinu

GUANG NIU

Skýr merki um að kínverska hagkerfið sé að hægja á sér komu fram á föstudaginn þegar skýrsla um útflutning í júlí var birt. Útflutningur Kína í júlí jókst einungis um 1 prósent sem er langt um minna en áætlanir gerðu ráð fyrir og væntingar voru um.

Kínverska hagkerfið er að miklum hluta drifið áfram af útflutningi og eru þetta því alvarlegar fréttir fyrir ráðamenn í Kína sem stefnt höfðu á 10 prósenta aukningu líkt og mánuðina á undan. Orsökin er talin vera minni eftirspurn frá Evrópu sem glímir við alvarlega skuldakreppu og hægan efnahagsbata í Bandaríkjunum.

Þá hafa fjárfestingar á fasteignamarkaði í Kína minnkað umtalsvert og er útlit fyrir að enn frekar dragi úr fjárfestingum í Kína. Óttast er að samdráttur í Kína muni koma niður á sambandi Kína og Bandaríkjanna.

Eswar S. Prasad, sérfræðingur í alþjóðaviðskiptum hjá Cornell University, telur að samdráttur í Kína geti leitt þess að Kínverjar felli enn frekar gjaldmiðli sinn á kostnað dollarans.

„Bæði Bandaríkin og Kína treysta að nokkru leyti á viðskipti við hvort annað. Möguleg forsetaskipti í Bandaríkjunum og valdaskipti í Kína auk samdráttar geta skaðað samskipti ríkjanna,“ sagði Eswar S. Prasad en óttast er að grípi Kína til aðgerða sem skaði Bandaríkin muni þau svara í sömu mynt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert