17 ára þýskur ferðamaður á Korsíku lét lífið síðastliðinn laugardag við óvenjulegar aðstæður. Drengurinn, sem var í skólaferðalagi, ákvað að bregða á leik með félögum sínum og stóð á höndum við ljósastaur á tjaldsvæðinu sem þeir gistu á.
Svo illa vildi til að drengurinn, sem var berfættur, rak fæturna í ljósastaurinn með þeim afleiðingum að hann fékk raflost og lét lífið í kjölfarið. Félagar drengsins fengu í kjölfarið áfallahjálp og haft var samband við ræðismann Þýskalands á eynni.
Fram kemur á fréttavefnum Thelocal.fr að ekkert hafi fundist athugavert við ljósastaurinn, engir vírar stæðu út úr honum eða neitt slíkt. Þá sé ljósastaurinn á fjölförnum stað þar sem allt að 300 manns fari framhjá á degi hverjum.