Biðst afsökunar á ofbeldinu

Forsætisráðherra Papúa Nýju-Gíneu, Peter O'Neill ávarpaði hóp kvenna á fundi …
Forsætisráðherra Papúa Nýju-Gíneu, Peter O'Neill ávarpaði hóp kvenna á fundi í dag. AFP

Forsætisráðherra Papúa Nýju-Gíneu, Peter O'Neill, bað í dag afsökunar á því ofbeldi sem konur eru beittar í landinu og heitir því að herða refsingar fyrir slík brot.

Meðal annars er stefnt að því að koma á dauðarefsingum en hrottaleg ofbeldisbrot eru að söng O'Neill að eyðileggja landið. 

O'Neill ávarpaði fjölmennan fund kvenna í dag á Sir John Guise leikvanginum en þær voru þar samankomnar til að mótmæla ofbeldi gagnvart konum í landinu. Undanfarið hafa borist fregnir af hroðalegum ofbeldisverkum gagnvart konum á eyjunni. Meðal annars var kona brennd lifandi en hún var sökuð um galdra, önnur var hálshöggvin og tveimur útlendum konum nauðgað af hópi karla.

„Ríkisstjórnin biðst afsökunar,“ sagði O'Neill. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar tekur í svipaðan streng og segir nauðsynlegt að herða refsingar við ofbeldisverkum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka