Hvað varð um sjóránin?

Bandarískt herskip sem kallað var a vettvang þegar sjóræningjar gerðu …
Bandarískt herskip sem kallað var a vettvang þegar sjóræningjar gerðu árás við strendur Sómalíu árið 2010. AFP

Þann 10. maí var ár síðan sjóræningjum tókst að yfirbuga skip sem sigldi nærri ströndum Sómalíu. Hundruð sjórána hafa átt sér stað frá árinu 2005 þegar flutningaskipið Feisty Gas sem er í eigu fyrirtækis í Hong Kong féll í hendur ræningjanna.

Lausnarfé fyrir skip og áhafnarmeðlimi þeirra hefur hæst risið upp í 9,5 milljónir dollara eða rúman 1,1 milljarð króna fyrir grískt vöruflutningaskip og 26 manna áhöfn þess 10. maí árið 2012. Olli sú árás tímamótum og gerði það að verkum að gripið var til enn róttækari aðgerða gegn sjóránunum.

Árið 2011 náðu þau hámarki þegar rúmlega 200 skip urðu fyrir barðinu á sjóræningjum. Árið 2012 voru árásirnar 75. Þó engin rán hafi átt sér stað á þessu ári eru enn 71 áhafnarmeðlimir í haldi sjóræningja. Til samanburðar  voru 758 í haldi árið 2011.

Vígbúin skip til varnar

Ekki er einhlít ástæða sem skýrir af hverju lát hefur orðið á sjóránum. Ein tilgátan er sú að sjóræningjarnir séu að losa sig við skip og gísla áður en þeir hefjast handa að nýju.  

Önnur kenningin er sú að ræningjarnir einbeiti sér í bili að því að ræna erlendum verkamönnum sem starfa í Sómalíu.

Almennt telja menn þó helstu ástæðuna vera þá að skipin hafi aukið við varnir sínar og að fjöldi vígbúinna gæsluliða fylgi nú hverju skipi. Þá eru mörg skip útbúin gaddavír sem mynda eins konar girðingar umhverfis skipin auk þess sem fjárfest hefur verið háþrýstislöngum til að halda ræningjum fjarri. Þá eru jafnframt vopnuð skip frá Evrópusambandinu á svæðinu sem hafa fengið þá tilskipun að vera til taks ef árás kemur upp. Eins hafa breyttar skipaleiðir haft áhrif.

Árásir með haustinu

Jon Huggins sem fer fyrir bandarískum samtökum sem berjast gegn sjóránum segir að þessar varnir séu dýru verði keyptar en að hvergi megi slaka á þeim. Sómalía sé stríðshrjáð land og fyrirtaks skálkaskjól fyrir vígamenn af ólíkum þjóðernum. Yfirleitt linni árásum frá maí fram í september þegar monsún tímabilið gengur yfir en búast megi við því að sjóræningjarnir geri árásir að nýju í haust.  

The Economist segir frá

Á myndinni má sjá sómalskan varðliða sem leitar eftir skipum …
Á myndinni má sjá sómalskan varðliða sem leitar eftir skipum sem eiga leið hjá. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert