Spá verðlækkun fasteigna í Svíþjóð

Commerzbank setur Svíþjóð í efsta sæti á lista yfir þau …
Commerzbank setur Svíþjóð í efsta sæti á lista yfir þau lönd þar sem fasteignaverð mun lækka. AFP

Þýski bankinn Commerzbank segir að hættumerki séu á lofti á sænskum fasteignamarkaði. Segir bankinn að bólumyndun síðustu ára muni leiða af sér hraða niðursveiflu í sænsku hagkerfi. 

 Bankinn hefur greint fasteignaverð í Evrópu síðastliðinn 15 ár. Segir hann að nú nálgist sá tími í Svíþjóð að markaðurinn leiti jafnvægis með tilheyrandi verðfalli.

Í greiningu bankans segir að fasteignabóla hafi hafist í Svíþjóð og Finnlandi árið 2010. Þá segir jafnframt að fasteignaverð muni halda áfram að lækka í Frakklandi, á Spáni, í Hollandi og Slóveníu.

Aftur á móti sé útlit fyrir að fasteignaverð muni hækka lítillega í Bretlandi og Danmörku og að stöðugleika væri að vænta á Írlandi eftir hratt verðfall fasteigna undanfarin ár.

The Local segir frá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert