Minnast fæðingu Jesús í Betlehem

Frans páfi flutti sína fyrstu messu á aðfangadagskvöldi í Páfagarði í kvöld. Fjallaði predikun hans um fæðingu Jesús. Á sama tíma var fjölmenni í Betlehem, fæðingarstað Jesús.

Frans páfi hefur ítrekað varað við ofbeldi gagnvart kristnum mönnum um heim, meðal annars í Sýrlandi.

Fjölmennt var í Fæðingarkirkjunni í Betlehem, þar sem talið er að Jesús hafi fæðst. Meðal annars voru Mahmoud Abbas forseti Palestínu og Catherine Ashton, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, meðal kirkjugesta í miðnæturmessunni þar í kvöld.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert