Framleiðslan á tveimur af kunnustu áfengistegundum Danmerkur; Álaborgar ákavíti og Gammel dansk, verður flutt til Noregs á næsta ári.
Í fyrra keypti norska fyrirtækið Arcis Gruppen danska fyrirtækið Aalborg Spritfabrikker sem framleiddi fyrrgreindar áfengistegundir og verður framleiðslan flutt í verksmiðju Arcis, skammt fyrir utan Ósló, fyrrihluta árs 2015.
Í frétt danska ríkissjónvarpsins, DR1, segir að í nýju verksmiðjunni verði hægt að framleiða meira magn. Þar verður líka framleitt norskt ákavíti.