Hafa náð herbílum á sitt vald

Borgarar í Kramatorsk hefta för úkraínskra hermanna í Kramatorsk.
Borgarar í Kramatorsk hefta för úkraínskra hermanna í Kramatorsk. AFP

Aðskilnaðarsinnar hafa náð sex úkraínskum herbílum á sitt vald í borginni Kramatorsk. Óljóst er hvernig það atvikaðist en samkvæmt frétt BBC er ekki lokum skotið fyrir að hermenn hliðhollir Rússum hafi yfirgefið bifreiðarnar.

Óljóst er hvort úkraínski herinn hafi náð á sitt vald á ríkisbyggingum í bænum og er fréttaflutningur af því misvísandi. Aðskilnaðarsinnar höfðu náð opinberum byggingum á sitt vald, 

Í yfirlýsingu frá úkraínska varnarmálaráðuneytinu segir að herbílarnir hafi verið teknir að öfgamönnum og að rússneska leyniþjónustan eigi þátt í verknaðinum.

Fregnir hafa borist af úkraínskum hermönnum sem neita að grípa til vopna gegn eigin borgurum.

NATO þjóðir hafa sent aukin herafla til austurhluta Evrópu. Ander Fogh Rassmusen, aðalritari NATO, kallaði eftir því í dag að rússnesk stjórnvöld myndu lýsa því yfir að þau styddu ekki aðgerðir aðskilnaðarsinna í Úkraínu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert