Vilhjálmur hrósaði Áströlum

Hertogahjónin í Sydney.
Hertogahjónin í Sydney. AFP

Vilhjálmur prins, Katrín hertogaynja og Georg prins hafa nú lokið tíu daga langri heimsókn til Nýja-Sjálands og eru komin til Ástralíu. Georg vakti mikla athygli, líkt og á Nýja-Sjálandi.

Mörg þúsund manns söfnuðust saman við óperuhúsið í Sydney til að berja fjölskylduna augum. Móttökuafhöfn fór fram inni í húsinu. Vilhjálmur flutti erindi við athöfnina og hrósaði hann meðal annars yfirvöldum í Ástralíu fyrir að hafa lagt kapp á að finna brak malasísku flugvélarinnar.

Vilhjálmur prins heimsótti Ástralíu fyrst með foreldrum sínum, Karli og Díönu, á níunda áratug síðustu aldar. Hann sagði að drottningin hefði nýlega rætt þær breytingar sem hafa orðið í Ástralíu frá fyrstu heimsókn hans.

„Ég gæti trúað að fyrsta orð Georgs yrði bilby, en það er bara vegna þess að það er erfiðara að segja koala,“ sagði Vilhjálmur og vísaði þar til tveggja dýra í Ástralíu.

Fjölskyldan mun fara víða meðan á heimsókninni stendur. 

Í myndasyrpu sem fylgir fréttinni má sjá myndir frá fyrsta degi heimsóknarinnar.

Mörg þúsund manns söfnuðust saman við óperuhúsið í Sydney.
Mörg þúsund manns söfnuðust saman við óperuhúsið í Sydney. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert