„Barnið mitt er í vatninu“

Beðið á bryggjunni.
Beðið á bryggjunni. AFP

Það er rigning og kaldur vindurinn rífur í fötin og bítur í kinnarnar. Kona stendur norpin á grárri bryggju með tárin í augnum og horfir út á sjó. „Í vatninu,“ segir hún og bendir út á hafið. „Þarna er barnið mitt.“

Christine Kim enskukennari í einkaskóla í Suður-Kóreu. Nokkrir nemenda hennar voru um boð í ferjunni sem var á leið til eyjunnar Jeju. Farþegarnir komust þó ekki alla leið, ferjunni hvolfdi og sökk hún á stuttum tíma í hafið.

Staðfest er að níu hafi látið lífið og er 287 manns enn saknað. Óttast er að tala látinna muni hækka verulega og í raun þykir ólíklegt að fleiri muni finnast á lífi. Yngsta dóttir Kim er meðal þeirra sem saknað er. „Dóttir mín er í vatninu,“ segir Kim, brostinni röddu, í viðtali við blaðamann CNN. 

Billy, dóttir Kim, vildi ekki fara í ferðina. Fjölskyldan heimsótti eyjuna fyrir um tveimur mánuðum síðan og vildi Billy ekki fara í fjögurra daga ferðalag. „Ég vil ekki fara, ég hef farið áður,“ sagði Billy við móður sína sem sannfærði hana um að fara.

Stúlkan fór um borð í ferjuna sl. þriðjudagskvöld. Daginn eftir, um klukkan 9 um morguninn, heyrðu nemendurnir hátt hljóð og skipið fór að halla á aðra hliðina. Sumir hoppuðu í vatnið og var bjargað. „Allt þetta,“ segir Kim.“Gerðist vegna mín.“

Aðstandendur farþeganna hafa tjaldað við höfnina Paeng Mok Harbor, um 20 kílómetrum frá því þar sem skipið strandaði. Þar gistu þau í gærkvöldi. Þau sitja á plaststólum og hjúfra sig hvert að öðru með teppi á öxlunumm. Þau hafa fengið kaffi og heitar núðlur og saman standa þau vaktina og bíða. „Það eru liðnar næstum því 30 klukkustundir,“ segir Kim. „Ég get ekki sofið þar sem ég veit að dóttir mín er í vatninu, kalda, kalda vatninu. Ég get ekki sofið.“

„Við höfum fengið skilaboð frá börnum okkar í ferjunni, en þeir trúa okkur ekki,“ segir Kim og segist áfellast stjórnvöld í landinu, þau leggi ekki nógu mikla áherslu á leitina.

Billy lofaði móður sinni að koma með góðgæti heimfrá Jeju. Kim bíður. Hún veit að Billy mun skila sér heim aftur.

Fólk safnaðist saman fyrir utan Danwon menntaskólann í Suður-Kóreu og …
Fólk safnaðist saman fyrir utan Danwon menntaskólann í Suður-Kóreu og báðu fyrir farþegum ferjunnar sem hafa ekki komið í leitirnar. AFP
AFP
Frá leitarsvæðinu.
Frá leitarsvæðinu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert