Fyrsta myndbandið af strokufuglinum

Nandúfuglar eru risavaxnir.
Nandúfuglar eru risavaxnir. Af Wikipedia

Nú hefur náðst myndskeið af nandúfugli sem er á flótta í Norður-Hertfordskíri á Bretlandseyjum. Fuglinn er risavaxinn og álitinn hættulegur.

Carl Edwards, starfsmaður á golfvelli í Hertfordskíri, kom auga á fuglinn á vellinum og tók upp myndskeið af honum á símann sinn.

Um er að ræða þriggja ára kvenfugl. Nandúfuglar eru risavaxnir og geta auðveldlega slasað fólk, m.a. með gríðarlega beittum klóm sínum.

Fuglinn hefur sést víða undanfarna daga, m.a. nálægt mannabyggðum. Fuglinn heitir Chris og er í eigu Jo Clark. Hann slapp fyrir nokkrum dögum og hefur verið á flótta. 

Clark segist ekki getað handsamað fuglinn og heilbrigðiseftirlitið vill ekki taka þátt í að leita hans, enda sé dýrið ekki í hættu. Þá vill lögreglan ekkert vita af málinu, að því er fram kemur í frétt Telegraph.

Ekki verður auðvelt að handsama Chris. Hún er fljót í ferðum enda á stærð við strút. Nandúfuglar geta orðið um 170 cm á hæð og um 40 kíló. Þeir eru ófleygir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert