Gabriel Garcia Márquez látinn

Rithöfundurinn og Nóbelsverðlaunahafinn Gabriel Garcia Márquez er látinn, 87 ára að aldri. Hann lést í Mexíkóborg. 

Garcia Márquez var kólumbískur og vakti gríðarlegan áhuga lesenda um allan heim á suður-amerískum bókmenntum. 

 Márquez sást orðið sjaldan á opinberum vettvangi en gerði blaðamönnum það til geðs á afmælisdaginn 6. mars að varpa á þá kveðju fyrir utan heimili sitt. Hann hafði glímt við lungnabólgu undanfarna daga og var fluttur á sjúkrahús þar sem hann dvaldi í viku. Hann lést á heimili sínu með eiginkonu sína og tvo syni sér við hlið. 

Márquez fékk bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1982.

Hann ritaði margar bækur sem þýddar hafa verið á íslensku, m.a. Hundrað ára einsemd og Ástin á tímum kólerunnar.

Margir hafa vottað honum virðingu sína á Twitter í kvöld. „Hundrað ára einsemd og sorg vegna mesta Kólumbíumanns allra tíma,“ skrifaði einn aðdáenda hans. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert