Stúlku haldið í bílskúr í níu ár

Stúlkunni var haldið í bílskúr í Argentínu. Mynd úr safni.
Stúlkunni var haldið í bílskúr í Argentínu. Mynd úr safni. AFP

Fimmtán ára stúlku hefur verið bjargað eftir hafa verið haldið í bílskúr í Argentínu í níu ár. Stúlkan var vannærð og hafði verið barin af fjölskyldu sem ættleiddi hana. Stúlkan var aðeins 20 kíló þegar hún fannst og var hún flutt á sjúkrahús í Buenos Aires.

Að sögn stúlkunnar hafði hún aðeins fengið vatn og brauð að borða. Var hún barin þegar hún borðaði afganga sem ætlaðir voru hundi og apa sem dvöldu einnig í bílskúrnum. Hjón sem ættleiddu stúlkuna og héldu henni í bílskúrnum hafa verið handtekin. Stúlkan segist aðeins hafa komið tvisvar út úr bílskúrnum síðastliðin níu ár.

Svo virðist sem hjónin hafi fengið stúlkuna frá hjónum sem áttu sjö önnur börn og gátu ekki séð fyrir henni. Samkvæmt heimildum AFP-fréttaveitunnar fann líffræðileg systir stúlkunnar hana og tilkynnti grun um misnotkun til lögreglu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert