Endurkjörinn með 81% atkvæða

Abdelaziz Bouteflika var í dag endurkjörinn forseti Alsír. Innanríkisráðuneyti landsins segir að hann hafi fengið 81% atkvæða.

Bouteflika er 77 ára gamall. Hann fékk heilablóðfall á síðasta ári og kemur sjaldan fram opinberlega. Hann var í hjólastól þegar hann greiddi atkvæði í gær.

Þetta er í fjórða sinn sem Bouteflika sigrar í forsetakosningum. Fimm frambjóðendur buðu sig fram, en Bouteflika sigraði án þess að beita sér með neinum hætti í kosningabaráttunni.

Kosningaþátttaka var 51,7%, en hún var 75% árið 2009. Um 23 milljónir manna voru á kjörskará.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert