Stúlkurnar enn í haldi öfgamanna

Nígerískar stúlkur í búðum flóttamanna sem flúið hafa átökin milli …
Nígerískar stúlkur í búðum flóttamanna sem flúið hafa átökin milli hryðjuverkasamtakanna Boko Haram og stjórnarhers Nígeríu. AFP

Nígeríski herinn hefur viðurkennt að flestra af skólastúlkunum ungu sem rænt var aðfaranótt þriðjudags sé enn saknað. Þær eru í haldi íslamista úr Boko Haram hryðjuverkasamtökunum.

129 stúlkum var rænt af vopnuðum mönnum í skjóli nætur, nokkrum þeirra tókst að flýja en 115 stúlkna er enn sakna.

Herinn hélt því fram að aðeins 8 af stúlkunum væru enn í haldi en hinar komnar öruggar heim til síns. Það hefur nú verið leiðrétt og staðfesti varnarmálaráðherra Nígeríu í dag að stúlknanna sé enn saknað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert