Gabbaðar í „heilagt stríð“

Stúlkurnar tvær, þær Samra Kesinovic, 16 ára og Sabina Selimovic, …
Stúlkurnar tvær, þær Samra Kesinovic, 16 ára og Sabina Selimovic, 15 ára. Mynd/Interpol

Interpol leitar nú tveggja austurrískra stúlkna sem hurfu í síðustu viku. Talið er að þær hafa verið gabbaðar til þess að ferðast til Sýrlands til þess að berjast hlið við hlið með íslömskum uppreisnarmönnum

Stúlkurnar hurfu í síðustu viku og hafa foreldrar þeirra aðeins fengið ein skilaboð frá þeim. Í þeim stendur að stúlkurnar hafi ákveðið að taka þátt í heilögu stríði. Á facebooksíðu stúlknanna hafa foreldrar þeirra séð myndir af þeim umkringdum AK-47 rifflum klæddar í búrkur. 

Sérfræðingar Interpol telja líklegt að þær séu nú þegar giftar og dvelji nú í æfingabúðum fyrir unga hermenn. Í skilaboðum sem stúlkurnar sendu foreldrum sínum segja þær meðal annars:„Enginn mun nokkurn tímann finna okkur hér,“ og síðar: „Dauðinn er okkar markmið.“ 

Stúlkurnar tvær, sem eru 15 og 16 ára gamlar, eru báðar ættaðar frá Bosníu. Foreldrar þeirra flúðu landið í átökunum sem geisuðu þar á tíunda áratug síðustu aldar. Foreldrar þeirra segja að skömmu áður en þær hurfu hafi þær verið farnar að heimsækja mosku eina í Vínarborg æ oftar. 

Þessi mynd birtist á facebook-síðu annarrar stúlkunnar.
Þessi mynd birtist á facebook-síðu annarrar stúlkunnar. Mynd/Interpol
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert