Vesturlöndin leggi sitt af mörkum

Vladimír Pútín, forseti Rússlands.
Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AFP

Ekkert ætti að standa í vegi fyrir bættum samskiptum milli Rússlands og Vesturlanda, segir Vladímir Pútín, forseti Rússlands, í viðtali sem sýnt verður í sjónvarpsfréttum í Rússlandi seinna í dag.

Greint var frá efni viðtalsins í rússneskum fjölmiðlum í morgun, eftir því sem fram kemur í frétt AFP.

Í viðtalinu segir hann meðal annars að ekki sé hægt að reiða sig eingöngu á rússnesk stjórnvöld, stjórnvöld í Vesturlöndunum verði einnig að leggja sitt af mörkum til að bæta samskiptin milli ríkjanna, sem hafa verið með versta móti að undanförnu.

Aðskilnaðarsinnar, sem eru hliðhollir Rússum, hafa neitað að yfirgefa opinberar stjórnsýslubyggingar í borginni Donetsk í austurhluta Úkraínu og vilja heldur ekki leggja niður vopn sín.

Samkomulag náðist á fimmtudaginn milli samninganefnda Rússa, Úkraínumanna, Evrópusambandsins og Bandaríkjanna í svissnesku borginni Genf en það felur meðal annars í sér að aðskilnaðarsinnarnir yfirgefi þær opinberu byggingar, sem þeir hafa hertekið á síðustu vikum, í nokkrum borgum í austurhluta Úkraínu.

Haft var eftir talsmanni sjálfsstæðisinna í Donetsk í gær að þeir myndu aðeins verða við þessari kröfu ef „ólögmæt stjórnvöld“ í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, leysi ríkisstjórn landsins frá völdum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert