86% efnavopna verið eytt

AFP

Efnavopnastofnun Sameinuðu þjóðanna segir að sýrlensk stjórnvöld hafi nú afhent rúmlega 86% af efnavopnum sínum. Í tilkynningunni frá stofnuninni í Haag segir að efnavopnin hafi verið flutt til hafnarborgarinnar Latakia í Sýrlandi í gær.

Þaðan verða þau flutt úr landi með flutningaskipi, líklegast til Ítalíu, þar sem farminum verður loks komið fyrir í bandarísku skipi og eytt, að því er segir í frétt AFP.

Stefnt hefur verið að því að afhenda öll efnavopn Sýrlendinga fyrir 27. apríl næstkomandi, en vonast er til að búið verði að eyða þeim öllum fyrir 30. júní í sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert