Bróðir Camillu lést af slysförum

Camilla Parker Bowles
Camilla Parker Bowles Wikipedia/Dan Marsh

Bróðir Camillu Parker Bowles, eiginkonu Karls Bretaprins, var úrskurðaður látinn í dag á sjúkrahúsi í New York í Bandaríkjunum í kjölfar þess að hann féll og rak höfuðið í gangstétt fyrir utan barinn Rose Bar á Manhattan seint í gærkvöldi.

Fram kemur í frétt AFP að Mark Shand, sem var ötull umhverfisverndarsinni, hafi verið úti á lífinu þegar slysið átti sér stað. Haft er eftir talsmanni Karls Bretaprins að Camilla sé niðurbrotin vegna frétta af dauða bróður síns. Shand var 62 ára að aldri og skilur eftir sig 19 ára dóttur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert