Drap 2.000 fugla í útrýmingarhættu

Fugl af Houbara bustard tegund.
Fugl af Houbara bustard tegund. Mynd af Wikipedia

Prins frá Saudi-Arabíu er sakaður um að hafa drepið rúmlega tvö þúsund fugla í útrýmingarhættu í safarí-ferð í Pakistan.

Prinsinn, Fahd bin Sultan er talinn drepið 1.977 Hubara bustard fugla sem eru nærri því útdauðir. Hann var í þriggja vikna skotveiðiferð og á að hafa drepið um það bil 100 fugla á degi hverjum. Þá drápu menn úr fylgdarliði hans 123 í viðbótar að sögn yfirvalda á svæðinu. 

Fuglinn er á skrá yfir tegundir í útrýmingarhættu en kjöt hans er talið vera frygðaraukandi í austurlöndum. Talið er að um 110 þúsund fuglar af tegundinni séu til í heiminum en þeim hefur farið fækkandi með hverju ári.

Tegundin hefur nærri því verið þurrkuð út á Arabíuskaganum og telst það orðið vinsælt meðal auðugra manna þaðan að leita annað til þess að skjóta þá. Dýraverndarsamtök hafa mómælt athæfinu harðlega.

Talsmenn prinsins segja hann hafa fengið leyfi frá yfirvöldum til þess að skjóta fuglana en yfirvöld segja hann hins vegar einungis hafa fengið afar takmarkaða heimild til þess að skjóta allt upp að hundrað 

Frétt Huffington post

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert