Fékk 13 ára son sinn til að keyra

David Mooneyham
David Mooneyham Skjáskot

Bandarískur karlmaður var handtekinn á dögunum í bænum Wentzville í Missouri-ríki eftir að lögregla stöðvaði bifreið hans. Lögreglumenn töldu að ökumaður bifreiðarinnar væri ölvaður, svo illa var henni ekið. Hins vegar reyndist ökumaðurinn þrettán ára piltur og ölvaður faðir hans sat honum við hlið.

Maðurinn, David Mooneyham, hafði síðdegis fylgst með syni sínum keppa í hafnarbolta og notið áfengra veiga á meðan leiknum stóð. Í leikslok taldi hann sig of drukkinn til að stýra ökutæki sínu og fékk því þrettán ára son sinn til að setjast undir stýri.

Þetta var í fyrsta skipti sem sonur Mooneyham ók bifreið og reyndist verkið honum ofviða. Lögreglumenn sögðu aðeins tilviljun hafa ráðið því að ekki fór illa og að drengurinn hefði auðveldlega getað valdið dauðaslysi í umferðinni.

Mooneyham verður ákærður vegna atviksins en ákveðið var að sleppa drengnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert