Fundu „áhugaverðan hlut“

Leitað er á stóru svæði undan ströndum Ástralíu.
Leitað er á stóru svæði undan ströndum Ástralíu. AFP

„Áhugaverður hlutur“ fannst við vesturströnd Ástralíu við leitina að malasísku farþegaþotunni. Malasísk stjórnvöld segjast ekki hafa fengið neinar myndir af hlutnum og að hingað til hafi hlutir sem fundist hafi við leitina ekki verið úr vélinni.

Kafbáturinn Bluefin-21, sem skannar hafsbotninn, hefur nú leitað á um 80% leitarsvæðisins sem var afmarkað. „Við munum halda leitinni áfram þar til allt leitarsvæðið hefur verið kembt,“ segir Hishammuddin Hussein, samgönguráðherra Malasíu við CNN.

Hluturinn sem um ræðir er plasthúðuð járnplata með hnoðnöglum og hún fannst á vesturströnd Ástralíu, skammt frá Perth. 

„Þetta er nægilega áhugavert svo að við munum skoða myndirnar af þessu,“ segir yfirmaður samgöngumálaskrifstofu Ástralíu, Martin Dolan. „En því meira sem við skoðum þetta, því minna verðum við spenntir. En við tökum allar vísbendingar alvarlega.“

Lögreglan í Vestur-Ástralíu er nú með hlutinn í sinni umsjá. Myndir af hlutnum verða sendar malasískum yfirvöldum sem fara fyrir rannsókninni á hvarfi vélarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert