Létu lífið þegar veggur hrundi

Wikipedia/Jsobral

Þrír námsmenn á aldrinum 18-20 ára létu lífið og fjórir aðrir slösuðust þegar veggur hrundi í Minho háskólanum í borginni Braga í norðurhluta Portúgals í dag.

Fram kemur í frétt AFP að veggurinn hafi hrunið að hluta til á nemendur sem áttu leið hjá. Ennfremur segir að allir nemendurnir sem létust hafi stundað nám í tölvufræði. Þeir sem slösuðust voru fluttir á sjúkrahús en einn þeirra er alvarlega slasaður. Ekki liggur fyrir hvað varð til þess að veggurinn hrundi en haft er eftir vitnum í portúgölskum fjölmiðlum að slysið hafi átt sér stað á sama tíma og busavígsla fór fram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert