Skoða fimm ný mál

Madeleine McCann.
Madeleine McCann. AFP

Breska lögreglan er að skoða fimm ný mál sem tengjast kynferðisbrotum gegn breskum stúlkum er þær voru í fríi í Portúgal. Ein árásin var gerð á sama stað og Madeleine McCann dvaldi á áður en hún hvarf árið 2007.

Í öllum tilvikum var árásarmaður ókunnugur stúlkunum og braust inn í húsin þar sem þær voru staddar. 

Þessi nýju mál eru mjög sambærileg þeim 12 málum sem lögreglan var þegar að skoða vegna hvarfs Madeleine litlu. Í þeim braust karlmaður inn í húsin þar sem börnin voru. Fjölskyldurnar voru allar breskar og í fríi á Algarve er árásirnar áttu sér stað.

Lögreglan segir að meðal þess sem nú sé verið að skoða sé árás á tíu ára breska stúlku á sumarleyfisstaðnum Praia da Luz árið 2005, tveimur árum áður en Madeleine hvarf.

Ítarleg frétt Sky um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert