Yfirgefa ekki Everest

Everest
Everest AFP

Engin staðfesting hefur fengist á því að leiðsögumenn ætli að yfirgefa Everest-fjall að sögn talsmanns Samtaka fjallaleiðsögumanna í Nepal. Hann segir fréttir um að sjerparnir hyggist yfirgefa fjallið vera rangar.

Samtökin sem samanstanda af aðilum úr ferðaþjónustu í Nepal segja sjerpana munu taka þátt í fyrirhuguðum leiðöngrum.

Fram kom í gær að sjerparnir ætluðu að hætta allri starfsinni á fjallinu. Í dag samþykktu stjórnvöld í Nepal að greiða bætur til fjölskyldna leiðsögumannanna sem létu lífið í snjóflóðinu í Everest á föstudag í samræmi við kröfur sjerpa. Þá hafi þeir sem haft hefðu á orði að hætta störfum nú samþykkt að hefja aftur störf á laugardag.

Haft var eftir vestrænum fjallgöngumönnum í gær að sjerparnir hefðu tekið ákvörðun um að hætta störfum eftir tilfinningaþrungna minningarathöfn um þá sem létu lífið. „Við vitum ekki hvað er að gerast í Katmandú en við viljum ekki fara upp fjallið á þessu ári,“ sagði Pasang Sherpa, leiðsögumaður í samtali við AFP fréttastofuna.

Stjórnvöld í Nepal hafa boðist til þess að koma á fót sjóði fyrir slasaða leiðsögumenn þar sem um fimm prósent þess sem fjallgöngumenn borga fyrir að klífa Everest og myndi renna til sjóðsins auk þess að hækka líftryggingu þeirra um fimmtíu prósent.

Boðið dugir þó ekki til fyrir kröfum leiðsögumanna, sem fara fram á 30 prósent gjaldsins fari í sjóðinn og að líftryggingar verði tvöfaldaðar.

Frétt mbl.is: „Ég er mjög kvíðinn“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert