Fangelsi fyrir að snæða fágæt dýr

Kínverjar hafa samþykkt hert viðurlög við því að eiga viðskipti með dýr í útrýmingarhættu. Þá hefur verið bætt inn í lög ákvæði sem banna með öllu að leggja sér dýr til munns sem eru í útrýmingarhættu. Þeir sem gerast brotlegir geta átt yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi.

Frá þessu greinir kínverska ríkissjónvarpið og einnig að stjórnvöld í Kína meti 420 dýrategundir í útrýmingarhættu eða afar fágæt. Á þeim lista eru meðal annars risapöndur, svartabirnir, apategundir og ýmis hreisturdýr.

Veiðiþjófnaður hefur færst mjög í aukanna og er að miklu leyti rakinn til auðugra Asíubúa sem girnast fágæt dýr. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert