Sek um glæp gegn eigin þegnum

Vladímir Pútin, forseti Rússlands, segir að úkraínsk stjórnvöld séu sek um glæp gegn eigin þegnum með því að beita hernum í borgum í austurhluta landsins. Aðgerðir þeirra þar muni hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér.

Á ráðstefnu í St. Pétursborg í dag sagði Pútín jafnramt að þær refsiaðgerðir sem Vesturlöndin beittu gegn Rússum í kjölfar innlimunar Krímskaga hafi ekki haft nein áhrif. „Allir vita að refsiaðgerðir eru ekki áhrifaríkar í nútímasamfélagi. Þær hafa aldrei tilætluð áhrif,“ sagði hann.

Talið er að fimm aðskilnaðarsinnar hafi fallið í átökum úkraínskra hersveita og aðskilnaðarsinna í bænum Slavíansk í austurhluta Úkraínu í morgun, að því er segir í frétt AFP.

Aðskilnaðarsinnar hafa enn ráðhúsið í bænum á valdi sínu en líklegt þykir að hersveitirnar muni gera atlögu að því á næstu klukkutímum.

Vladimir Putin, forseti Rússlands.
Vladimir Putin, forseti Rússlands. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert