Sænskur fjöldamorðingi látinn laus

AFP

Sænski fjöldamorðinginn Mattias Flink verður látinn laus úr fangelsi í dag, nákvæmlega 20 árum eftir að hann var dæmdur fyrir morð á sjö manneskjum.

Flink var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðin sjö og þrjár morðtilraunir í Falun í júní 1994. Hann var 24 ára þegar hann skaut sjö manns til bana og særði þrjá í Falun, en hann gegndi herþjónustu þar á þeim tíma. Skömmu áður hafði hann rifist við unnustu sína, en hann var dauðadrukkinn þegar hann skaut rúmlega 50 skotum úr AK5-herriffli sínum. Fórnarlömbin, fimm konur og tveir karlar á aldrinum 20–35 ára, voru skotin af handahófi í almenningsgarði í miðbænum þegar æði rann á Flink. 

Lífstíðarfangelsi telst 30 ár í Svíþjóð og í síðustu viku þegar hann hafði afplánað tvo þriðju hluta dómsins var ákveðið að láta Flink lausan. Samkvæmt frétt

<a href="http://www.svd.se/nyheter/inrikes/i-dag-blir-mattias-flink-fri_3647068.svd" target="_blank">SvD </a>

er talið að helsta hættan af Flink stafi af því ef hann neyti áfengis. Hann hefur sjálfur sagt að hann muni aldrei framar láta áfengi inn fyrir sínar varir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert