36 ára Japani, sem handtekinn var fyrir að eyðileggja eintök af Dagbók Önnu Frank sem voru í eigu bókasafna í Japan, verður ekki ákærður. Maðurinn var fundinn ósakhæfur.
Maðurinn var handtekinn í mars á þessu ári en lögregla hafði fengið tilkynningar frá bókasöfnum í Tókýó sem greindu frá því að eintök af bókinni hefðu verið rifin í tætlur. Maðurinn eyðilagði rúmlega 300 eintök.