Reif í sundur Dagbækur Önnu Frank

Maðurinn eyðilagði rúmlega 300 eintök af Dagbók Önnu Frank.
Maðurinn eyðilagði rúmlega 300 eintök af Dagbók Önnu Frank. Reuters

36 ára Japani, sem handtekinn var fyrir að eyðileggja eintök af Dagbók Önnu Frank sem voru í eigu bókasafna í Japan, verður ekki ákærður. Maðurinn var fundinn ósakhæfur.

Maðurinn var handtekinn í mars á þessu ári en lögregla hafði fengið tilkynningar frá bókasöfnum í Tókýó sem greindu frá því að eintök af bókinni hefðu verið rifin í tætlur. Maðurinn eyðilagði rúmlega 300 eintök.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka