Banna flug til Ísraels

Frá Tel Aviv
Frá Tel Aviv Mynd/AFP

Bandaríska flugmálastofnunin FAA ákvað í kvöld að banna öllum bandarískum flugvélum að fljúga til Ísraels næsta sólarhringinn. Ástæðan er sú að sprengja sprakk örfáum kílómetrum frá Ben-Gurion-alþjóðaflugvellinum nálægt Tel Aviv.

Öll þrjú flugfélögin sem voru með áætlaðar flugferðir til landsins hafa nú aflýst þeim, þar á meðal US Airways og United Airlines. Mikill ferðamannastraumur liggur til Ísraels á þessum árstíma og mun þetta eflaust hafa áhrif á það. Þótt ákvörðun flugmálastofnunarinnar hafi aðeins tekið til bandarískra loftfara ákváðu evrópsk flugfélög að fara að fordæmi þeirra og hættu einnig við nokkrar ferðir til Ísraels, meðal annars Air France, Lufthansa og KLM.

Þá er einnig talið að árásin á flugvél Malaysia Airlines, sem flaug yfir átakasvæði í Úkraínu, spili inn í ákvörðun flugmálastofnunarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert