Fyrstu líkunum flogið til Hollands á morgun

Blóm til minningar um fórnarlömb flugslyssins í Úkraínu.
Blóm til minningar um fórnarlömb flugslyssins í Úkraínu. AFP

Fyrstu líkin af hollenskum fórnarlömbum flugslyssin í Úkraínu verða flutt til Hollands á morgun. Forsætisráðherra landsins á von á að það muni taka marga mánuði að bera kennsl á jarðneskar leifar farþeganna.

„Fjölskyldur fórnarlambanna munu fá upplýsingar um það þegar við höfum borið kennsl á ástvini þeirra. Engir aðrir munu fá þær upplýsingar fyrst um sinn,“ segir Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert