„Ég get lifað við keðjur í Guantanamo“

Uppljóstrarinn Edward Snowden.
Uppljóstrarinn Edward Snowden. AFP

„Hvernig sem fer, ef ég enda í keðjum í Guantanamo, þá er það eitthvað sem ég get lifað við,“ segir uppljóstrarinn og skellir lítillega upp úr í viðtali við hann í The Guardian.

Alan Rusbriger, aðalritstjóri blaðsins og blaðamaðurinn Ewen MacAskill fóru til Rússlands þann 10. júlí til að taka viðtalið við Snowden.

Snowden segist ánægðari með að dvelja í Rússlandi, frekar en að mæta ásökunum á Vesturlöndum í óréttlátum réttarhöldum, eins og hann orðar það. Hann segist þakklátur fyrir að hafa fengið hæli í Rússlandi.

Hann blæs á ásakanir um að hann sé njósnari Rússa og segir höfund bókarinnar þar sem þær koma fram vera galinn. „Ef bandarísk stjórnvöld hefðu minnstu sönnunargögn um að ég væri á mála hjá rússneskum stjórnvöldum, eða svo mikið sem væri í tengslum við rússnesk stjórnvöld, þá væri það á forsíðu New York Times um hádegi.“

Hann segir starf blaðamanna orðið miklum mun flóknara en það var áður. Þannig geti blaðamaður illa tekið símann sinn með sér á fund með heimildarmanni, því þannig sér hægt að rekja hvar þeir hittast.

Viðtalið má sjá hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert