Stolin kanína fannst í póstkassa

Kanína í náttúrulegu umhverfi. Póstkassar eru ekki náttúrulegt umhverfi kanína.
Kanína í náttúrulegu umhverfi. Póstkassar eru ekki náttúrulegt umhverfi kanína. mbl.is/Styrmir Kári

Kanína, sem stolið hafði verið úr kanínubúri í nálægum garði, fannst í póstkassa í bænum Maltby á Englandi. Bréfberi fann kanínuna og var eðlilega mjög brugðið við uppgötvunina.

Eftir nokkra leit tókst að hafa uppi á eiganda kanínunnar. Talsmaður dýraverndunarsamtaka segir ómögulegt að kanínan hafi sjálf klifrað ofan í póstkassann. Hann sagði kanínuna vera við hestaheilsu, ef svo má að orði komast, og var laus við allar skrámur þrátt fyrir þessa illu meðferð.

Myndin sem tekin var af hinnin föngnu kanínu hefur vakið hörð viðbrögð á samfélagsmiðlum, þar sem fólk undrast á hversu grimm mannskepnan getur verið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert