Óttast árás á mánudaginn

Lögreglumaður stendur vörð við lestarstöðina í Osló í dag vegna …
Lögreglumaður stendur vörð við lestarstöðina í Osló í dag vegna frétta síðustu daga. Mynd/AFP

Samkvæmt öryggisdeild norsku lögreglunnar, PST, er mánudagurinn nefndur sem sá dagur sem líklegast er að hugsanleg hryðjuverkaárás verði í Noregi. Mánudagurinn er hátíðisdagurinn al-fitr og markar hann lok Ramadan-mánaðarins. 

Jon Fitje Hoffmann, sem fer fyrir greiningardeild lögreglunnar segir að lögreglan hafi heimildir fyrir því að skæruliðar hafi yfirgefið Sýrland í vikunni til þess að vinna hryðjuverk, að öllum líkindum í Noregi. 

Helge Lurås, sérfræðingur í Miðausturlöndum, segir í samtali við TV2 að lögreglan sé sennilega ekki aðeins að rannsaka norska ríkisborgara sem hafa farið til Sýrlands. Þótt það sé líklegt að hryðjuverkamennirnir hafi einhverjar tengingar við Noreg, sé ólíklegt að þeir sem framkvæmi hryðjuverk séu norskir ríkisborgarar. 

Þó nokkrir norskir ríkisborgarar hafa farið til Sýrlands til þess að berjast í borgarastríðinu þar í landi. Talið er að norska lögreglan viti til þess hverjir það séu og geti handtekið um leið og þeir snúi aftur til Noregs. 

Fyrr í dag var söfnum Gyðinga í Noregi lokað af hættu við hryðjuverk, en það va raun­in í Brussel í maí þegar Gyðinga­safnið í Brus­sel varð fyr­ir skotárás.

Lögreglumenn standa vörð við lestarstöðina í Osló í dag.
Lögreglumenn standa vörð við lestarstöðina í Osló í dag. Mynd/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert