Samþykkja stutt vopnahlé

Maður á Gaza er fluttur særður út úr húsi sínu. …
Maður á Gaza er fluttur særður út úr húsi sínu. Meira en 800 Palestínumenn hafa látist í átökunum undanfarnar vikur. Mynd/AFP

Ísraelar og Palestínumenn munu samþykkja örstutt 12 tíma vopnahlé sem hefst í fyrramálið að íslenskum tíma, samkvæmt heimildum BBC. Tilraunir til að ná saman um endanlegt vopnahlé munu halda áfram næstu daga eftir að það mistókst í dag þegar Ísraelsmenn höfnuðu vopnahléi.

Talsmaður Hamas sagði í kvöld að samkomulag hefði náðst um tímabundið vopnahlé „af mannúðarástæðum.“Ísraelsk stjórnvöld hafa enn ekki staðfest vopnahléð en fjöldi heimildarmanna telja að líklegt sé sé að það verði samþykkt. 

Um 800 Palestínumenn hafa látið lífið í átökunum undanfarnar vikur og 36 Ísraelar.  

Sjá frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert