Lengja vopnahléið um fjóra tíma

Ísraelskir hermenn við landamæri Ísrael og Gaza.
Ísraelskir hermenn við landamæri Ísrael og Gaza. Mynd/AFP

Ísraelar samþykktu fyrr í dag að lengja vopnahlé þeirra og Palestínumanna um fjórar klukkustundir, og mun það þá gilda til klukkan 21 í kvöld. Vopnahléið sem samið var um í gærkvöldi hefði annars runnið út nú klukkan 17. 

Alls eru nú 1000 Palestínumenn látnir á Gazasvæðinu frá því að átök blússuðu upp þann 8. júlí. Áður var talan sögð lægri, en í vopnahléinu voru stríðshrjáðu svæðin könnuð betur og fundust 130 lík til viðbótar. 

Ísraelsmenn hafa einnig hækkað opinbera tölu yfir fallna í landinu og eru nú 40 ísraelskir hermenn sagðir látnir. 

„Við viljum leggja grunninn að langvarandi vopnahléi eins fljótt og hægt er og reynum að koma á samkomulagi við bæði Ísraela og Palestínumenn,“ sagði Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands við AFP en hann vinnur að því ásamt John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og fleirum, að reyna að koma á lengra vopnahléi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert