Tvær sprengjuárásir í Gazaborg

Frá Gaza.
Frá Gaza. AFP

Í dag hefur verið nokkur ró yfir Gaza-svæðinu í kjölfar mannskæðra átaka síðustu vikur. Skömmu eftir að Sameinuðu þjóðirnar hvöttu stríðandi fylkingar til að nýta sér friðinn urðu að minnsta kosti tvær sprengjuárásir í Gaza-borg, að því er fram kemur í frétt BBC. Önnur árásin er sögð hafa verið gerð á leikvöll og hin í nágrenni aðalsjúkrahúss borgarinnar.

Í frétt AFP-fréttastofunnar er haft eftir ísraelska hernum að Hamas-liðar hafi skotið á sjúkrahúsið. Í frétt BBC kemur fram að Ísraelsher beri ábyrgð á þeirri árás og að mannfall hafi orðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert