Varð fyrir flugvél og lést

Piper Cherokee-flugvél.
Piper Cherokee-flugvél. Af Wikipedia

Karlmaður lést og dóttir hans slasaðist alvarlega er lítil flugvél hrapaði á strönd í Flórída þar sem feðginin voru á göngu.

Feðginin voru á göngu um Venice-strönd er vélin, sem var af tegundinni Piper Cherokee, hrapaði.

Maðurinn var 36 ára og dóttir hans er níu ára, segir í frétt Sky-sjónvarpsstöðvarinnar um málið.

Lífgunartilraunir hófust þegar í stað en maðurinn var síðar úrskurðaður látinn á staðnum. Dóttir hans var flutt á sjúkrahús og eru meiðsl hennar alvarleg.

Flugmaðurinn og farþegi hans slösuðust ekki.

Frétt Sky.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert