Birta mynd átta árum eftir andlátið

Beata Bryl sást síðast á lífi fyrir rétt rúmum átta …
Beata Bryl sást síðast á lífi fyrir rétt rúmum átta árum. Sky-sjónvarpsstöðin.

Beata Bryl sást síðast á lífi á Leytonstone-neðanjarðarlestarstöðinni í norðausturhluta London þann 28. júlí 2006. Illa farið lík hennar fannst daginn eftir í skóglendi í Buckinghamskíri. 

Hún var slegin með barefli að minnsta kosti tuttugu sinnum með þeim afleiðingum að hún lét lífið og var síðan kveikt í líki henar. Hún var aðeins 23 ára þegar hún var myrt.

Lögregla í Bretlandi hefur nú sent frá sér mynd sem tekin var á öryggismyndavél á lestarstöðinni í von um að hún veki minningar hjá þeim sem áttu leið um stöðina þennan dag en sá eða þeir sem bera ábyrgð á dauða Bryl hafa aldrei fundist. 

Rannsóknarlögreglumaðurinn sem stjórnaði rannsókninni árið 2006 sagði í samtali við Sky-sjónvarpsstöðina að rannsóknin væri enn í gangi, átta árum eftir andlát ungu konunnar. Dauði hennar hefði verið hryllilegur og hrottafenginn. „Þetta er hræðilegasti glæpur sem ég hef séð,“ segir hann en rúman mánuð tók að bera kennsl á Bryl þar sem líkið var afar illa farið.“

Á myndinni úr öryggismyndavél á lestarstöðinni má sjá að Bryl var með bakpoka en hann hefur aldrei fundist. Hún var í rauðum jakka, í gráum hnésíðum buxum og í hvítum strigaskóm. 

Frétt Sky-sjónvarpsstöðvarinnar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert