Telja lög gegn samkynhneigð ólögleg

Baráttumenn fyrir réttindum samkynhneigðra í Úganda komu af stað undirskriftasöfnun í dag þar sem þess er krafist að hin hörðu og umdeildu lög<span> er banna sam­kyn­hneigð verði tekin fyrir af stjórnlagadómstólnum í Úganda. </span>

<span>Sam­kvæmt lög­un­um, sem Yoweri Museveni, for­seti Úganda, staðfesti í fe­brú­ar, er hægt að dæma „sí­brota­menn“ í lífstíðarfang­elsi fyr­ir sam­kyn­hneigð. Lög­in kveða einnig á um til­kynn­inga­skyldu til yf­ir­valda vegna grun­semda um sam­kyn­hneigð, og banna hvers kyns já­kvæða um­fjöll­un um eða stuðning við sam­kyn­hneigð.</span>

Baráttumennirnir telja að lögin hafi farið í gegnum þingið án nauðsynlegra atkvæða og séu því formlega gölluð. Þá telja þeir að lögin brjóti gegn stjórnarskrárbundnum rétti manna til friðhelgi einkalífs og virðingar auk þess að fela í sér mismunun og óvenjulega grimma og vanvirðandi meðferð.

Lögmaður hópsins sagðist vongóður eftir fyrirtöku málsins. Hann sagði að ef lögin yrðu dæmd formlega gölluð myndu stoðir þeirra hrynja.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert