Þjóðarsorg eftir dauðsföll á tónleikum

Frá Conakry, höfuðborg Gíneu.
Frá Conakry, höfuðborg Gíneu. AFP

Vikulangri þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Gíneu eftir að 24 létu lífið og fjöldi fólks slasaðist í höfuðborg landsins, Conakry, gærkvöldi. Fólkið var á tónleikum á strönd þegar margir tróðust undir með þeim afleiðingum að hópur fólks lét lífið.

Rappararnir í hljómsveitinni Instinct Killers komu fram á tónleikunum ásamt öðru tónlistarfólki. Meðal þeirra sem létu lífið voru þrettán stúlkur.

Rannsókn er hafin á slysinu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert