Kraftaverkabarnið á Gaza látið

Stúlkan, Shayma Sheikh al-Eid, var í öndurnarvél þar til hún …
Stúlkan, Shayma Sheikh al-Eid, var í öndurnarvél þar til hún lést, sex daga gömul. AFP

Barnið sem fæddist fyrir tímann þegar því var bjargað með keisaraskurði úr látinni móður sinni er látið. Rafmagnsleysi á sjúkrahúsinu vegna hernaðaraðgerða Ísraela er meðal annars kennt um.

Stúlkan var sex daga gömul og var tekin með keisaraskurði á sl. föstudag á Deir al-Balah spítalanum í Gaza en móðir hennar lést þegar ísraelskir hermenn gerðu árás á heimili hennar.

Móðirin var tuttugu og þriggja ára gömul og hét  Shayma al-Sheikh Qanan. Hún var komin átta mánuði á leið þegar hún var myrt og var dóttir hennar nefnd í höfuðið á henni.

Læknar töldu það kraftaverk að stúlkan hefði lifað fæðinguna af en hún varð fyrir súrefnisskorti eftir að móðirin lést og þar til læknar náðu henni með keisaraskurði. Hún var því tengd við öndunarvél á fæðingardeildinni. Að sögn læknis á deildinni þurfti oftar en einu sinni að hnoða lífi í hana eftir að það slokknaði á öndunarvélinni vegna rafmagnsleysis. Hún hefði þurft að vera í öndunarvél í að minnsta kosti þrjár vikur til viðbótar.

Sjá fyrri frétt mbl.is: „Kraftaverkabarnið“ á Gaza

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert