Öryggi rannsóknarteymis ótryggt

Rannsókn á flaki MH17 hefur tafist vegna bardaga á svæðinu en sér­fræðing­ar fengu í dag loks óheft­an aðgang. Hætta er þó á svæðinu og sprengingar í nágrenninu tíðar. 

Her­inn í Úkraínu til­kynnti í morg­un að hlé yrði gert á til­raun­um til að bola burt aðskilnaðar­sinn­um, hlynnt­um Rúss­um, í aust­ur­hluta lands­ins í dag. Með þessu var reynt að auðvelda sérfræðingum aðgang að flakinu.

Rannsóknarmennirnir frá Hollandi og Ástralíu ásamt ásamt eftirlitsmönnum ÖSE fóru frá borginni Donetsk í morgun í þremur hvítum jeppum. Ferðin fram og til baka er um 500 kílómetra löng þrátt fyrir að flakið sé einungis í um sextíu kílómetra fjarlægð vegna krókaleiða sem þarf að fara vegna átakanna á svæðinu.

Hættan á svæðinu er mikil og flestir ökumenn hafa sett upp einhvers konar merki í rúður bifreiða sinna til þess að komast hjá árás. Annað er settur bréfmiði í framrúðuna þar sem einfaldlega stendur „börn“ eða hvítur klútur hengdur út um gluggann.

Rannsóknarteymið komst að flakinu og hafa úkraínsk stjórnvöld heitið þeir fái frið til þess að vinna á næstu dögum. Enn eru ófundnar líkamsleifar um hundrað manna en vonir standa til að hægt verði að finna þá á næstu dögum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert