Fjórir féllu við upphaf vopnahlés

Skriðdreki Ísraelshers.
Skriðdreki Ísraelshers. AFP

Um tveimur klukkustundum eftir að þriggja sólarhringa umsamið vopnahlé hófst á Gaza blossuðu upp átök í Rafah á suðurhluta svæðisins sem enduðu með því að fjórir Palestínumenn féllu og fimmtán særðust. Skotið var á fólkið úr skriðdreka Ísraelshers. Þetta kemur fram í frétt AP-fréttastofunnar.

Vopnahléið hófst kl. 5 að íslenskum tíma, 8 að staðartíma. Rétt fyrir kl. 10 var fólkið skotið úr skriðdrekanum, samkvæmt lögreglunni á Gaza. Ísraelsher segir að átök hafi brotist út á svæðinu en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið.

Yfir 1.450 Palestínumenn, aðallega óbreyttir borgarar, og yfir sextíu Ísraelsmenn, aðallega hermenn, hafa látist frá því að stríðið milli Ísraelshers og Hamas braust út fyrir 25 dögum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert