Þúsundir Jasída enn á fjallinu

AFP

Enn eru um 4-5 þúsund Jasídar á Sinjar-fjalli í norðurhluta Íraks að sögn bandaríska varnarmálaráðuneytisins en Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sagði fyrr í dag að umsátur liðsmanna Íslamska ríkisins um fjallið hefði verið brotið á bak aftur.

Haft er eftir John Kirby, flotaforingja og talsmanni varnarmálaráðuneytisins, að bandarískir sérsveitarmenn hafi komist að því að ekki væri allir Jasídar á því að yfirgefa fjallið. Margir þeirra byggju þar og kynnu að vilja vera þar um kyrrt. „Þetta er heimili þeirra og þeir eru ekki endilega á þeim buxunum að yfirgefa það.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert