Hitamet í Noregi

Júlímánuður var víða óvenju hlýr í ár.
Júlímánuður var víða óvenju hlýr í ár. AFP

Hitamet var slegið í Noregi í júlí en mánuðurinn var shjá hlýjasti þar í landi frá því mælingar hófust. Ef horft er til heimsins alls þá er júlí sá fjórði hlýjasti frá því mælingar hófust. Maí og júní voru einnig mjög hlýir í heiminum. Þetta kemur fram í frétt Aftenposten í dag.

Samkvæmt fréttinni var meðalhitinn í löndum heimsins 0,64 gráðum hærri í júlí heldur en í meðal ári. Það þýðir að mánuðurinn er fjórði hlýjasti júlímánuður sögunnar.

Víða í Norður-Evrópu voru hitamet slegin í júlí en í 32 löndum er júlí einn sá hlýjasti sem sögur fara af.

Í Noregi var júlí 4,3 gráðum hlýrri heldur en í meðalári og einni gráðu hlýrri en júlí 1925 sem átti fyrra metið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert