Hlé gert á leit

Frá Hírósíma
Frá Hírósíma AFP

Björgunaraðgerðum í Hírósíma hefur verið skotið á frest vegna ótta um öryggi björgunarfólks. Enn er yfir fimmtíu saknað eftir aurskriður þar á miðvikudag. Staðfest er að 39 eru látnir í þessum náttúruhamförum í vesturhluta Japans.

Að sögn lögreglu er óttast að frekari aurskriður geti farið af stað. Tugir húsa eyðilögðust í úthverfi Hírósíma aðfararnótt miðvikudags þegar fleiri fleiri tonn af leðju, grjóti og rusli skullu á íbúðabyggð. 

Yfir fjögur þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín en veðurspá gerir ráð fyrir áframhaldandi rigningu á þessum slóðum. 

Að minnsta kosti 39 eru látnir en yfir 50 er …
Að minnsta kosti 39 eru látnir en yfir 50 er saknað eftir að aurskriður féllu á byggð í úthverfi Hírósíma AFP
AFP
AFP
Frá Hírósíma
Frá Hírósíma AFP
Að minnsta kosti 39 eru látnir en yfir 50 er …
Að minnsta kosti 39 eru látnir en yfir 50 er saknað eftir að aurskriður féllu á byggð í úthverfi Hírósíma AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert