Líkti aftöku Foley við hryðjuverk

Upplýsingafulltrúinn Ben Rhodes í dag.
Upplýsingafulltrúinn Ben Rhodes í dag. AFP

Upplýsingafulltrúi Hvíta Hússins sagði í dag að bandarísk stjórnvöld líti á morðið á bandaríska blaðamanninum James Foley sem „hryðjuverkaárás“ á Bandaríkin.

„Þegar maður sér einhvern vera drepinn á svona hræðilegan hátt, það jafnfast á við hryðjuverkaárás. Þetta var hryðjuverkaárás á landið okkar og á bandarískan ríkisborgara,“ sagði upplýsingafulltrúinn Ben Rhodes.

Ríki íslams birti myndband fyrr í vikunni sem sýndi aftöku Foley. Myndbandið og aftakan hafa verið fordæmd um allan heim. 

Rhodes sagði einnig að það að borga hryðjuverkamönnum lausnargjald til þess að fá fanga úr haldi sé ekki rétta leiðin. „Bandarísk stjórnvöld munu ekki fjármagna hryðjuverkasamtök,“ sagði Rhodes. „Okkur finnst það ekki rétt stefna fyrir yfirvöld að styðja það að lausnargjöld séu greidd til hryðjuverkasamtaka. Aukið fjármagn gerir samtökum kleift að breiða út starfssemi sína.“

Rhodes sagði að „örfáir“ Bandaríkjamenn væru fangar í Sýrlandi og að allt væri gert til þess að koma þeim heim til Bandaríkjanna. 

James Foley
James Foley Af vefnum freejamesfoley.org/
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert