Föstudagur er aftökudagur

Frá Karam al-Jabal hverfinu í Aleppo
Frá Karam al-Jabal hverfinu í Aleppo AFP

Opinberar aftökur, aflimanir, húðstrýkingar og krossfestingar eru algengar refsingar í þeim hlutum Sýrlands sem Ríki íslam (IS) ræður ríkjum, samkvæmt nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Þar eru stjórnvöld í Damaskus einnig sökuð um að hafa beitt efnavopnum gegn almennum borgurum.

Börn látin fylgjast með aftökum

Í skýrslunni kemur fram að á yfirráðasvæðum IS, einkum í norður- og norðausturhluta Sýrlands, séu föstudagar eyrnamerktir sem opinberir aftökudagar, þá sé fólk einnig aflimað í refsingarskyni og húðstrýkingar framkvæmdar á opinberum stöðum. Samtökin Ríki íslam þrýsta mjög á almenning, þar á meðal börn, að mæta á slíka opinbera atburði, svo sem þar sem fólk er skotið í höfuðið eða hálshöggvið.

„Lík þeirra sem eru teknir af lífi eru skilin eftir til sýnis í nokkra daga til þess að hræða almenning,“ segir í skýrslu mannréttindanefndarinnar en meðal nefndarmanna er Carla del Ponte, fyrr­ver­andi yf­ir­sak­sókn­ari við stríðsglæpa­dóm­stól Sam­einuðu þjóðanna.

Skýrslan er 45 blaðsíður að lengd og er þar lýst aftökum á ungum mönnum allt niður í fimmtán ára. Menn eru hýddir fyrir að reykja eða ef konur þeim nátengdum þykja ósæmilega klæddar og konur eru hýddar opinberlega ef þær fara ekki nákvæmlega að fyrirmælum IS varðandi klæðaburð.

Börn, allt niður í tíu ára gömul, eru send í þjálfunarbúðir og unglingar taka þátt í bardögum , sjálfsvígsárásum og öðrum sprengitilræðum.

Nefndin hóf störf fyrir þremur árum á vegum mannréttindaráðs SÞ og var henni ætlað að rannsaka stríðsglæpi í borgarastríðinu í Sýrlandi. Talið er að tæplega 200 þúsund manns hafi látist í á þeim rúmu þremur árum sem það hefur geisað.

Carla del Ponte er ein þeirra sem kynnti skýrsluna í …
Carla del Ponte er ein þeirra sem kynnti skýrsluna í dag. AFP
Frá Sýrlandi
Frá Sýrlandi AFP
Skæruliði í hverfi Damascus sem er í höndum IS
Skæruliði í hverfi Damascus sem er í höndum IS AFP
AFP
A
A AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert