Kaupsýslumenn andvígir aðskilnaði

AFP

Yfir 130 leiðtogar í skosku viðskiptalífi hvetja Skota til þess að greiða atkvæði með því að vera áfram hluti af Bretlandi í opnu bréfi sem birt er í Scotsman dagblaðinu í dag. 

Þar kemur fram að með því að vera áfram innan Bretlands sé byggður traustur grundvöllur undir blómlegra atvinnulíf í Skotlandi. Meðal þeirra sem skrifa undir er stjórnarformaður HSBC bankans, Douglas Flint, bankastjóri Co-operative Bank,  Niall Booker, og Andrew Mackenzie, sem stýrir námafyrirtækinu BHP Billiton.

Þeir segja að sem atvinnurekendur hafi þeir farið yfir allar hliðar málsins og þeirra niðurstaða sé sú að viðskiptahugmyndin um sjálfstæði sé ekki nægjanlega vel undirbúin. Þar megi nefna gjaldmiðlamál, regluverkið, skatta, lífeyrismál, aðild að Evrópusambandinu og stuðningur við útflutning. Óvissa sé einfaldlega slæm fyrir viðskiptalífið.

Þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði Skotlands fer fram þann 18. september nk.

AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert